Tjúttað á Akureyri
Komum að norðan um kvöldmatarleytið.Hittum Norðanfólkið: Auði og Helga, Kristínu, Birtu Eir og Helga Hrafn, Jón Gest, Gerði og Rebekku Rut, og svo Utanbæjarfólkið: Þórhildi og Guðrúnu Björk, Helgu og Stefán.
Þetta var alveg geysilega fínt og við þökkum innilega fyrir höfðinglegar móttökur og þökkum sérstaklega ungfrú Birtu Eir og ungfrú Rebekku Rut fyrir stórskemmtilegt tjútt á laugardagskvöldið!
Við gistum í afskaplega snyrtilegum bústað í Ytri-Vík á Árskógsströnd og getum mælt með þeirri gistingu.
En í ferðum okkar sáum við þvílíkt aksturslag hjá obbanum af bílstjórunum sem voru á ferð að það hálfa væri nóg. Nú eru tvö ár síðan við síðast fórum norður og eitthvað er mönnum að bregðast bogalistin. Geðveikur hraðakstur og framúrakstur og menn ekkert sérstaklega að spá í hvort einhver umferð er að koma á móti eða ekki. Svo hér fyrir sunnan voru tveir bílar sem kváðust tilheyra "Hnakki racing team" sem sýndu þvílíka ömurlega takta og brutu flestallar umferðarreglur á leiðinni frá Hvalfirði og í bæinn. Tóku fram úr hægra megin, tóku fram úr allri umferðarteppuröðinni á móti gagnstæðri umferð og svo framvegis. Ljótt að sjá.
En hér heima var Hulda alsæl með að komast aftur heim, fara í bað og sjá sína heittelskuðu Tomma og Jenna. Ég hélt nú að hún myndi sofna fyrr miðað við hvað gekk á í dag en mín manneskja var í rúminu sínu í á annan tíma og blaðraði við sjálfa sig og skammaðist á víxl.
Við þökkum aftur og enn gestgjöfum og samgestum kærlega fyrir fína helgi.
1 Comments:
Við þökkum innilega fyrir okkur, það var rosalega gaman að hitta ykkur öll og eyða tíma með ykkur. Birta og Rebekka senda stuðkveðjur til Valgerðar þar sem hún virðist vera búin að taka við hlutverki uppáhaldsfrænku......
Kristín
Skrifa ummæli
<< Home