mánudagur, ágúst 15, 2005

Ljónadagar!!

Fyrst ber að telja að við sendum Huldu Katrínu, afmælisbarni dagsins góðar kveðjur og svo sendum við Rebekku Rut, afmælisbarni miðvikudagsins líka góðar kveðjur. Og gott ef hún Sigrún hans Óla á ekki afmæli þann daginn. Og nú, öll ljónin í fjölskyldunni: RRROOWWWR!!

Hulda fór með pabba sínum í leikskólann í morgun og þetta virðist vera að ganga ágætlega. Hún var víst frekar út af fyrir sig til að byrja með en fór svo aðeins að hýrna yfir henni eftir því sem á leið. Ég á vaktina á morgun og við sjáum hvernig gengur.

Annars er eins og venjulega, maður er alltaf hálfdofinn þegar maður kemur heim úr vinnunni og á að fara að sinna hlutunum heima fyrir. Vantar mann ekki bara það sem Fóstbræður töluðu um, amfetamínstera? Og heimilið glansar!!

Perutertan var ágæt í gær en bara sorry, dósaperurnar rúla! Ekki reyna að fikta við fullkomnun.

Eiginmaðurinn er víst að sullast heim á leið, alltof seint að vanda. Það er virkilega orðin þörf á Skúla á þessu heimili. Hann er víst frændi hennar Ingrid svo ef þið rekist á annað hvort þeirra, endilega biðja hann að hafa samband (en gá samt fyrst hvar Siggi er niðurkominn)

1 Comments:

At 11:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir kveðjuna! Þú gerir bara eins og ein húsfrúin í Despret Housewifes gerði,,sleppti að gefa barninu sínu Ridalin og tók það frekar sjálf! Húsið, garðurinn og bílinn hafði ekki verið svona fín í ára raðir!

 

Skrifa ummæli

<< Home