mánudagur, ágúst 01, 2005

Tiltekt á öllum vígstöðvum

Hreinsaði aðeins til á tölvunni í dag og losaði tæplega gígabæt af rusli, tempfælum og fleira dóti.
Svo hóf ég að taka til hér í vinnuherberginu mínu. Hér er mikið slátur að gjöra, svo mikið er víst. Ég hef verið að pikka í draslið svona við og við en ætla að reyna að ljúka þessu núna. Þó er greinilegt að það þarf að gerast í mörgum áföngum.
Svo veit ég ekki almennilega hvað ég á að gera við þau húsgögn sem eru hérna. Vil losna við asnalegu og ljótu kommóðuna en þarf samt stað til að geyma hluti á.
Og svo er vandamálið hvernig maður hnoðar restinni saman svo það virki. Þarf til tæmis borð sem hægt er að vinna við, ekki bara hafa tölvu á. Kannski þarf maður að fá sér eitthvað ponsu tölvuborð í IKEA og nota þetta borð til að teikna við. . .
Spurningar, spurningar!

Síðasti dagurinn í fríinu og hjónin ætla að grilla svínakótelettur. Ætluðum að elda í gær, voða fínt ferskt pasta en vorum svo södd eftir laugardagskvöldið að matarlystin bara kom ekki þann daginn. Svo matnum var sleppt og fólk át ristað brauð með osti.
Valgerður vann það afrek áðan að hræra egg handa sér og systur sinni (á meðan ég kafaði í gegnum pappírshrúgurnar) og þær átu kræsingarnar með bestu lyst. Svo gaf hún systur sinni kókómalt, sem sú litla drakk og þótti þetta allt saman herramanns matur og drykkur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home