mánudagur, apríl 17, 2006

Fögur fyrirheit

Ótrúlegt en satt þá hefur lítið gengið að koma öllu súkkulaði fjölskyldunnar rétta leið. Við ætlum að gera úrslitatilraun í kvöld, síðasta páskakvöldið.

En eftir frábæra páskahelgi, dýrindispáskamáltíð í Njarðvík (takk fyrir mig) og brauð, paté, ost og rauðvín í gær að hætti Jesú, þá er kominn tími til að snyrta aðeins til í lífi sínu.

Ég er nefnilega búin að ákveða með þó nokkrum fyrirvara að taka upp ögn hollara líferni og skrifa það hér með svo það séu fjöldamörg vitni að heitstrengingunum.
Frá og með morgundeginum er ekkert gotterí á dagskrá nema við hátíðleg tækifæri.
Sama með áfengi, bara svona eins og Ólí Grís, í hófi og afar sjaldan.
Svo er meiningin að vera duglegri að hreyfa sig og ég treysti á það að Valgerður taki mig í Boot Camp og kenni mér allar killer frjálsíþróttaæfingarnar sínar.

Markmiðið með þessu er þríþætt:

Augljóslega að koma kroppnum í betra form og þar með að hafa jákvæð áhrif á blóðþrýsting, blóðsykur og allt þetta sem telst til frístundasjúkdóma móðurfjölskyldunnar.

Sjá hvort þetta hafi ekki jákvæð áhrif á hormónajafnvægið sem alltaf er verið að slást við.

Og síðast en ekki síst, hjálpa til við að halda geðheilsunni góðri.

En markmiðið er ekki að vera eins og lærisveinn hjá skrítna fólkinu á Skjá Einum eða að vera eins og frelsaður alki. Heldur bara að laga svolítið til hér og svolítið til þar og athuga hvort það gerir ekki gagn.

En fyrst þarf ég að sjálfsögðu að redda þessu súkkulaði og restinni af rauðvíninu mínu. Hahaha!!!

2 Comments:

At 4:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við krossleggjum puttana fyrir þig og til að gera lífið léttar þá skulum við drekka aukaskammt af rauðvíni og hugsa stíft til þín á meðan. Hugheilar kveðjur frá letihaugunum á Spáni.

 
At 1:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Flott hjá þér - það er alltaf fyrsta skrefið að taka ákvörðunina. Það er farið að síga í seinni hlutann á átakinu hjá okkur. Við þurfum að fara að rífa okkur upp núna þar sem það eru einungis 2 mánuðir þar til við förum að spássera um á bikini á Spáni. Síðustu vikur hafa farið mikið í nammiát (sérstaklega síðustu dagar), hamborgaraát og þess háttar og því má ekki seinna vera en að snúa blaðinu við núna. Við skulum nú styðja hverja aðra í þessu:)
Kveðja,
Garún

 

Skrifa ummæli

<< Home