sunnudagur, apríl 16, 2006

Fyrir Páska.

Höfum átt allnáðuga daga hingað til og jú, það hefur gengið eftir að slaka örlítíð á.

Við höfum náð að horfa á eitthvað af vanræktu videomyndunum, höfum spilað Scrabble og Backgammon og elduðum svo þennan dýrindis lax í gær.
Fyrir þá sem ætla að nota uppskriftina: Þetta er fullmikið af hrísgrjónum fyrir meðalfjölskyldu og þó átum við eins og svín, svona eins og standardinn er hjá familíunni. Mæli með því að skammturinn sé tekinn niður í 2 dl. af hrísgrjónum.

Siggi fór að vinna í dag og við kerlingarnar dormuðum í sólinni (inni) og lukum tiltekt hér heima.
Ágætis dagur en hápunkturinn var að skreppa í Smáralind til að gera lokainnkaup á páskaeggjum og bæta við áfengi svo gömlu hjónin geti verið símjúk í fríinu.
Það var þó ekki hápunkturinn, heldur að rannsaka þá fjöld af skrítnum og skemmtilegum Íslendingum sem skríða úr fylgsnum sínum þegar innkaupaþorstinn er orðinn of megn. Þvílíkt og annað eins af merkilega útlítandi og misþenkjandi einstaklingum! You had to be there! Krumpukerlingar i Ríkinu hvað!

Svo höfum við verið líka að dunda okkur við að horfa á Jeeves og Wooster þættina í hjáverkum og lukum einmitt kvöldinu núna með einum og hálfum slíkum. Sérdeilis hollt fyrir heilsuna og ótrúlega gaman að horfa á allan Art Deco stílinn í verki.

Ég hef því miður ekkert meira uppbyggilegt að segja (hafi þetta verið uppbyggilegt á annað borð) og óska ykkur þess vegna gleðilegra páska og góðrar meltingar yfir páskahátíðina.
Vona líka að þið hafið það gott með sjálfum ykkur og fólkinu ykkar!
Pásk, pásk!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home