miðvikudagur, júní 15, 2005

Aftur á galeiðunni

Jamm, við hittumst aftur stúlkurnar á Vegamótum. Og það voru firn mikil og gaman mikið.
Og spurt er: Guðrún Mary! Hvað ertu að gera næsta mánudag? Svona þegar allir eru á Skerinu og í Bænum?

Annars, dóttirin heldur áfram að bæta á afrekalistann. Í kvöld fór hún upp á Esjuna. Sumarið er varla byrjað og afrekaskráin hjá barninu er þéttpökkuð. Ég held svei mér þá að hún finni næst lækningu við kvefi og almennum lúsafaröldrum. Kannski rétt svona í frístundum á milli þess sem hún leysir vandamálið um hungur hinna þurfandi og finnur varanlega og endurnýtanlega orkugjafa.

2 Comments:

At 9:55 e.h., Blogger Guðrún Mary said...

Ég mun sko mæta á mánudaginn og verð að segja að ég hlakka gífurlega mikið til. Kossar og knús þangað til!!!

 
At 12:42 f.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

It's a date!

 

Skrifa ummæli

<< Home