Ho-hum
Þessi vika hefur ekki verið sem allra best. Heilsan búin að vera upp og ofan en þó bót í máli að eitthvað er þetta allt að lagast, með góðra kvenna hjálp.Í vinnunni eru hlutirnir aðeins að róast og greinilegt að fólk er aðeins byrjað að kúpla sig yfir í sumargírinn. Ég fer nú ekki í frí fyrr en í júlí en við tökum þó svona mini-break fyrir norðan ásamt Þórhildi og Guðrúnu.
Í úthverfinu er verið að skipuleggja málningarvinnu og sýnist sitt hverjum um liti sem eiga að vera á húskofunum. Vonandi að einhvern lausn finnist svo hægt sé að klína einhverju á veggina og fara að hugsa um eitthvað annað. En það verður ljósara með hverjum degi að einbýli ætti að vera útbreiddara, hver vitleysingur í eigin húsi. Og sumir ættu nú bara að búa í blokk.
Ég nenni ómögulega að elda þessa dagana og þess vegna hefur Siggi ráðið því sem hann vill ráða í eldhúsinu. Það þýðir að oftar en ekki eru grillaðar pylsur í matinn. Eins og allir vita og landbúnaðarráðherra líka, eru pylsur góður og hollur íslenskur matur ;) en kannski er hægt að borða of mikið af þessu (kannski ekki ef maður heitir Hulda Ólafía).
Hvað er eiginlega hægt að borða sem er engin fyrirhöfn og er ekki skyndibitamatur og ekki skyr?
4 Comments:
Sma solarkvedjur fra Mallorca.
Thad er mjog fint hja okkur. Sol og hiti.
Kvedja Tota og Gudrun
Grillsamloka með skinku og osti,,alltaf klassískt! Til tilbreytinga þá er hægt að skella smá hrásalati með!
Kveðja
Hulda
Svo er líka hægt að henda kjúklingabríngum á grillið eða mínútugrillið,,skera þær svo niður,,blanda þær með slatta af rifnum osti, mexicanskt kryddi frá mccormic og skella blöndunni í burritospönnukökur,,og skella þetta í nokkrar mínutur í mínútugrillið! Fínt með salsa, sýrðum rjóma og salati!
Sniðugt!
Skrifa ummæli
<< Home