mánudagur, júní 13, 2005

Simpansakjóllinn

Í gær var skroppið í hina virðulegu búð, Rúmfatalagerinn. Þar var erindið að kaupa fötu af götukrítum handa Huldu. En í leiðinni var keyptur náttkjóll handa dömunni með mynd af Skellibjöllu á maganum (viðeigandi ekki satt?). Hún hefur nefnilega þann óheppilega sið að klæða sig úr neðripartinum af náttfötunum, henda sænginni út úr rúmin og sefur síðan svoleiðis alla nóttina. Minnsta stærðin var reyndar 98 en við keyptum þetta samt og settum þetta í þvottavélina og þurrkarann til að gá hvort það minnkaði ekki aðeins. Síddinn passaði svo ágætlega, sirka á kálfunum. En handleggirnir, boy oh boy! Ég myndi gjarnan vilja sjá þann krakka sem passar í kjólinn. Ég held svei mér þá að ermarnar hafi verið 30 sm. of langar. Helst að manni dytti í hug að simpansi gæti notað kjólinn með sóma. Málinu var reddað með ermabrettingum en ég verð held ég að draga upp saumavélina og sýna listir mínar í ermastyttingum.
Krítarnar hins vegar slógu í gegn og þær systur eru búnar að fylla svalagólfið af allra handa myndverkum.
Svo tók Valgerður þátt í Kvennahlaupinu á laugardaginn og það er hægt að sjá hana koma í mark ef þið kíkið á fréttatíma Stöðvar 2 frá 11.6. Var víst með þeim fyrstu stúlkan, vel af sér vikið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home