miðvikudagur, júní 08, 2005

Allt í rólegheitunum

Skruppum á fund í tilvonandi leikskólanum hennar Huldu í gærkvöldi. Okkur leist bara nokkuð vel á staðinn. En það eru nú samt um tveir mánuðir þangað til ungfrúin stígur þangað inn.
Sigurður var firnaduglegur um helgina og endurbætti stigahandriðið þannig að nú er örlítið öruggara fyrir stubbinn að feta sig upp stigann.
Búið að innrita Valgerði í Háskóla unga fólksins, minna var nú ekki hægt að gera miðað við einkunnirnar sem barnið kom með heim.
Raðhúsafólkið í úthverfinu er kannski búið að ákveða lit á húsið, og örugglega búið að ákveða girðingar. Mikið verð ég fegin þegar þetta er búið.
Valgerður fór í skólann í morgun til að vera í beinni útsendingu til Japan og sjá japönsk börn í beinni útsendingu.
Ég skora á hana að segja frá þessu og vera duglegri að uppfæra síðuna sína.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home