föstudagur, ágúst 19, 2005

Úff! á afmælisdaginn.

Ég fékk alveg áfall í morgun þegar ég sá að strætóinn sem ég hef tekið síðustu daga, lenti í hörkuárekstri á gatnamótunum hér fyrir ofan. Það eru gatnamótin sem eru rétt á undan stöðinni þar sem ég fer út. Sami tími og ég hef verið í strætó í þessari viku.

En í morgun var einhver afmælisleti að herja á mig svo ég emjaði í Sigga og bað hann að keyra mig í vinnuna. Annars hefði undirrrituð að öllum líkindum verið þátttakandi í klessunni.

Þetta er hrein og klár tilviljun, afskaplega heppileg reyndar.
Stundum þegar fólk er að segja svona sögur þá orðar það hlutina oft eins og það hafi verið blessað af almættinu eða eitthvað viðlíka. En það gefur til kynna að þeir sem hafi verið svo óheppnir að lenda í viðkomandi atburðum séu ekki í náðinni hjá æðri máttarvöldum sem er argasti hroki.
Ég fann fyrir snert af þessum hugsunarhætti hjá sjálfri mér áðan en gerði svo eins og Lísa í Undralandi og ávítaði sjálfa mig fyrir heimskuna og dónaskapinn.

Annars, í öðrum fréttum þá er vinafólk okkar að koma í mat í kvöld og á morgun hittum við klanið í sumarbústað á vegum Þórhildar.
Við sleppum kraðakinu á menningarnótt og látum aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins að troðast um milli drykkjuraftanna og brotnu flasknanna.

Valgerður íþróttagarpur hleypur svo 10 km. í Íslandsbankahlaupinu á morgun, kl. 11:10. Hún startar í Lækjargötu, fer svo vestur eftir meðfram Ægissíðunni sýnist mér, út á Nes um Lindarbraut og svo aftur ofan í bæ meðfram Norðurströndinni. Ef allt gengur að óskum gæti hún verið um klukkutíma að hlaupa þetta.
Þeir sem eru staddir í Vesturbænum væru vísir til að hvetja dömuna ef þeir sjá hana á förnum vegi. Hinir geta hvatt hana áfram í huganum.

11 Comments:

At 11:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn!
Kveðja
Hulda Katrín

 
At 11:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afnælið í dag Þórdís.
Kveðja frá Gvendi, Dísu, Kristínu,
Evan, Jóni, Nicole og Bryndísi.

 
At 12:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hjartanlegar hamingjuóskir með daginn.

Kveðja,
þórhildur

 
At 12:37 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Þakka góðar kveðjur.
En ég er fegnust með það að vera ekki krambúleruð á LSH á afmælisdaginn.

 
At 12:38 e.h., Blogger Guðrún Mary said...

Innilega til hamingju með daginn elsku vinkona. Skemmtið ykkur vel í kvöld - vildi að ég gæti verið memm! Já, og til lukku með að sleppa við þennan árekstur - það var ansi ljótt að sjá myndirnar á mbl.is - greinilega einhver sem vakir yfir þér á þessum degi!

 
At 12:57 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Eða það að ég tek mark á letihugboðum mínum.
Annars buðum við sambýlismanni þínum í mat í kvöld. Synd að þú skulir ekki vera landinu.

 
At 12:58 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

...á landinu
átti þetta að vera.

 
At 4:20 e.h., Blogger Guðrún Mary said...

Já, honum þótti mjög vænt um að vera boðið! Ég á nú efti að rukka matarboð hjá ykkur þegar ég kem sko, þið eruð ekkert sloppin.....

 
At 11:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kveðjurnar eru settar inn deginum fyrr sem comment og eins inn á Birtu síðu.

Góðar stundir
Gamla systir

 
At 3:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið stóra frænka, megir þú eiga mörg klípulaus ár í viðbót... heheehe

Afmæliskveðjur frá baunum nr. 1
Kristín, Siggi, Birta Eir og Helgi Hrafn

 
At 9:56 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Það væri synd því þú ert nú alltaf svo klípileg Stína mín!

 

Skrifa ummæli

<< Home