fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar


Sendum sumarkveðjur nær og fjær.

Hafði það af að verða lasin í fyrrakvöld og er ekki orðin alveg góð enn. Heimur þó batnandi fer. Við skreppum á eftir í búðir að versla kvöldmat og sumargjafir handa stúlkunum og að sporta okkur pons um í Smáralindinni.

Að öllum líkindum er meðfylgjandi kisa að flytja til okkar, innikisa sem er að missa heimili sitt og hefði að öðrum kosti flutt "í sveitina til góðs bónda", með öðrum orðum, svæfð. Ég er þó ekki alls kostar viss um málið, þá kannski helst hvernig honum gengur að aðlagast okkur og nýju heimili þar sem hann er orðinn tveggja ára.
Við sjáum hvað setur.

6 Comments:

At 9:46 f.h., Blogger Auður Eir Guðmundsdóttir said...

Það er ekkert mál að fá "fullorðið" dýr. Þau eru búin að ganga í gegnum unglingavandamálin og það eina sem þarf að passa er að þegar þau vilja hvíla sig fái þau frið til þess. Og ekki nota þau sem leikföng. Þannig læra börnin að umgangast þau með virðingu. Með ást, alúð og fullt af klappi og spjalli íblönduðum hæfilegum aga þá gengur þetta allt vel. Við óskum ykkur til hamingju með nýja viðbót við fjölskylduna ef af verður.

 
At 8:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hafðu engar áhyggjur af því að hann aðlaðast ykkur ekki! Þeir eru nú ekki flóknir,,bara gefa þeim að borða og klappa þeim af og til,,þá eru þeir í sjöunda himni!Kannski stóra spurningin hvernig Hulda og kötturinn aðlagast,,sniðugir kettir forðast lítil börn eins og heitan eld!

 
At 9:04 e.h., Blogger Þórdís Huldu og Guðmundar said...

Hann mun víst vera mjög barngóður og fjarlægir sjálfan sig ef hann verður fyrir áreiti.
Kemur hingað líklega næsta föstudag.

 
At 7:06 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært fyrir ykkur að vera að fá kött, ég persónulega er alveg viss um það að það er ekkert betra fyrir börn en að alast upp með dýr hjá sér. Það er nú líka synd ef svona fallegt dýr þarf að "fara upp í sveit" svona ungt.

 
At 7:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

By the way, þetta er Kristín frænka, :) gleymdi að skrifa undir. Hehehehe

 
At 3:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Fyndnar lýsingar af kettinum frá mömmu,,Hann er stór,,ekkert feitur bara rosalega stór!
Greinilega að kötturinn er í stærri kantinum! Dálítið spennó að skoða köttinn eftir þessar lýsingar, sem verður eftir prófin hjá mér!
Til hamingju með þennan nýja fjölskyldumeðlim!
Kv
Hulda Katrín

 

Skrifa ummæli

<< Home